Valmynd
 Forsíđa
 Atburđir
 Fréttabréf
 Stjórn félagsins
 Lög félagsins
 Skráning í félagiđ
 Breytt netfang?
 Hvönnin
 Letur:  a a a
 Breidd: 
FÍF 60 ára 2007
 Félag íslenskra frćđa 60 ára
 Ávarp formanns
Ađalfundir
 2007
 2008
 2009

Á döfinni

Á dagskrá 10. maí kl. 15:30

Ađalfundur Félags íslenskra frćđa

Áður auglýstur aðalfundur Félags íslenskra fræða verður haldinn þriðjudaginn 10. maí* á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,  Árnagarði við Suðurgötu, og hefst kl. 15:30.

*Í fundarboði var aðalfundur félagsins ranglega sagður þriðjudaginn 11. maí í stað 10. maí. Beðist er velvirðingar á því.

 Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
 
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Stjórnarkjör
4. Önnur mál.
 
Stjórn félagsins.

Á dagskrá 6. apríl kl. 20:00

Höskuldur Ţráinsson: Hvađ getum viđ lćrt um íslensku af Vestur-Íslendingum?

Ţriđja rannsóknarkvöld á vormisseri

Á þriðja rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða á vormisseri ræðir Höskuldur Þráinsson áhrif menningarlegra og félagslegra þátta á þróun tungumála með hliðsjón af íslensku í Vesturheimi. Hann lýsir erindi sínu svo:

Eitt af því sem málfræðingar velta fyrir sér er það hvaða áhrif menningarlegir og félagslegir þættir hafa á þróun tungumála. Félagsleg og menningarleg staða íslensku í Vesturheimi hefur auðvitað verið allt önnur en staða íslensku hér heima. Þess vegna er áhugavert að bera þróun vesturíslensku saman við þróun heimaíslensku. Ef þróunin er mjög ólík má ætla að þar hafi menningarlegir og félagslegir þættir haft áhrif. Ef hún er mjög lík bendir það til þess að aðrir þættir hafi skipt máli, t.d. eitthvað í málkerfinu sjálfu. Í erindinu verður sagt frá nokkrum niðurstöðum úr rannsóknaverkefninu „Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd“ sem Höskuldur Þráinsson og Birna Arnbjörnsdóttir hafa stýrt undanfarin misseri og tekin dæmi af breytingum á vesturíslensku og heimaíslensku sem hafa í sumum tilvikum verið samstíga en í öðrum tilvikum ekki. 
 
Höskuldur Þráinsson er doktor í málvísindum frá Harvard­háskóla (1979) og prófessor í íslensku nútímamáli við Há­skóla Íslands frá 1980.

Erindið verður haldið í Hljóðbergi, Hannesarholti, Grundarstíg 10 og hefst kl. 20 þann 24. febrúar 2016 (miðvikudag). Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Allir velkomnir!

Aðalfundur félagsins verður auglýstur sérstaklega.

Á dagskrá 24. febrúar kl. 20:00

Sölvi Sveinsson: Endurfćdd orđ og önnur dauđ

Annađ rannsóknarkvöld á vormisseri

Á öðru rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða á vormisseri fjallar Sölvi Sveinsson um orðaforða fornmálsins í tengslum við bók sem hann hefur í smíðum Endurfædd orð og önnur dauð. Hvað ræður því að sum ágæt orð deyja, orð sem prýðilega mundu sóma sér í nútímamáli. Sum orð hafa endurfæðst í nýrri merkingu. Hvað ræður því? Segir það eitthvað að um mörg orð eru örfá dæmi í Ordbog over det norröne prosasprog og um mörg orð aðeins eitt dæmi? Eitthvað fleira hangir á spýtunni. 

Sölvi er cand. mag. í sagnfræði og hefur lengst af starfað við kennslu og skólastjórnun, ásamt því að sinna ritstörfum.

Erindið verður haldið í Hljóðbergi, Hannesarholti, Grundarstíg 10 og hefst kl. 20 þann 24. febrúar 2016 (miðvikudag). Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Allir velkomnir!

Á dagskrá 20. janúar kl. 20:00

Dagný Kristjánsdóttir: Börn í bókum

Fyrsta rannsóknarkvöld Félags íslenskra frćđa á vormisseri

Á fyrsta rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða árið 2016 flytur Dagný Kristjánsdóttir erindi  sem hún nefnir Börn í bókum. Hún lýsir erindinu á þennan hátt:

Hvað er barn? Þeirri spurningu hefur verið svarað misjafnlega gegnum tíðina. Í Bókabörnum sem kom út fyrir jólin er fjallað um mismunandi og breytilegar hugmyndir manna um bernskuna, hvernig börn séu og hvernig þau ættu að vera. Fyrstu bækurnar sem ætlaðar voru íslenskum börnum voru stafrófskver og síðar komu frumsamin og þýdd ævintýri og svo koll af kolli. Fjórir fyrstu barnabókahöfundarnir og bækur þeirra eru til umræðu en hver höfundanna um sig hefur ákveðinn skilning á bernskunni. Þessir höfundar eru Jónas Hallgrímsson, Nonni, Sigurbjörn Sveinsson og Jóhann Magnús Bjarnason. Þeir voru ólíkir menn en í verkum þeirra birtast flest þau þemu sem rekja má gegnum íslenska barnabókasögu allar götur síðan.

Dagný Kristjánsdóttir er doktor frá Háskóla Íslands og prófessor í íslenskum bókmenntum við sama háskóla frá 2001. Dagný hlaut nýverið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína Bókabörn

Erindið verður haldið í Hljóðbergi, Hannesarholti, Grundarstíg 10 og hefst kl. 20 þann 20. janúar 2016 (miðvikudag). Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Allir velkomnir!

Á dagskrá 28. október kl. 20:00

Guđjón Ragnar Jónasson: Hommarnir og helförin

Rannsóknarkvöld Félags íslenskra frćđa

Á öðru rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða á þessu haustmisseri segir Guðjón Ragnar Jónasson frá bók sinni Mennirnir með bleika þríhyrninginn. Bókin segir sögu ungs, samkynhneigðs manns í fangabúðum nasista og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Maðurinn að baki sögunni hét Josef Kohout. Árið 1939 var hann handtekinn, ákærður fyrir „alvarlegan saurlifnað“ og dæmdur til þrælkunar, einn af þúsundum samkynhneigðra karla sem báru bleikan þríhyrning í fangabúðum nasista. Þar þraukaði hann skelfilega vist í sex ár uns hann fékk frelsi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í tvo áratugi safnaði hann kjarki til að sigrast á sársaukanum og segja sögu sína sem loks birtist á prenti árið 1972.
Í fyrirlestrinum fjallar þýðandinn, Guðjón Ragnar Jónasson, um bókina og tilurð hennar. Jafnframt kynnir hann aðra bók um skylt efni, óútkomna þýðingu sína á ævisögu þýska læknisins og kynfræðingsins Magnusar Hirschfeld.
 
Guðjón Ragnar er rithöfundur, þýðandi og íslenskukennari við MR.

Erindið verður haldið í Hljóðbergi, Hannesarholti, Grundarstíg 10 og hefst kl. 20 þann 28. október 2015.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Á dagskrá 30. september kl. 20:00

Katrín Axelsdóttir: "Sögur af orđum"

Rannsóknarkvöld Félags íslenskra frćđa

Á fyrsta rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða á þessu haustmisseri segir Katrín Axelsdóttir frá bók sinni Sögur af orðum sem kom út á síðasta ári. Hún fjallar um beygingarþróun nokkurra fallorða sem eiga það sameiginlegt að hafa tekið miklum breytingum frá elsta skeiði. Athugunarefnin eru þessi:

Fornafnið hvorgi (nú hvorugur)
Fornafnið sjá (nú þessi)
Fornafnið einnhverr (nú einhver)
Fornöfnin hvortveggi og hvor tveggja
Fornöfnin okkar(r), ykkar(r) og yð(v)ar(r)
Lýsingarorðið eigin(n)

Á grundvelli allmikils efniviðar er reynt að rekja beygingarþróunina og skýra. Í eftirmála er athygli beint að því sem er líkt (og um leið því sem er ólíkt) í beygingarþróun orðanna. Þar er litið á atriði eins og gerðir áhrifsbreytinga, stefnu breytinga, hugsanleg erlend áhrif, tíma, tíðni og mállýskumun.

Í erindinu verður sagt frá tilurð bókarinnar og byggingu, markmiðum, verklagi, sjónarhornum og ýmsum niðurstöðum.

Katrín Axelsdóttir er doktor í íslenskri málfræði og aðjúnkt við Háskóla Íslands.

Erindið verður haldið í Hljóðbergi, Hannesarholti, Grundarstíg 10 og hefst kl. 20.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

24. september 2015

Nýtt fréttabréf Félags íslenskra frćđa er komiđ út

Út er komið nýtt fréttabréf félagsins. Þar er að finna helstu tíðindi frá félaginu og dagskrá haustmisseris 2015, en þá stendur félagið fyrir tveimur rannsóknarkvöldum en að auki er fyrirhugað að halda skáldaskraf í lok nóvember (nánar tilkynnt síðar).

Athygli er vakin á því að fyrsta rannsóknarkvöld þessar misseris er á næsta leiti. Miðvikudaginn 30. september flytur Katrín Axelsdóttir fyrirlestur sem hún nefnir Sögur af orðum – nánar i upplýsingar má finna í fréttabréfinu. Á öðru rannsóknarkvöldi (28. október) Á öðru rannsóknarkvöldi heldur Guðjón Ragnar Jónasson erindi Hommarnir og helförin – sjá nánar í fréttabréfinu.

Rannsóknarkvöld verða sem áður í salnum Hljóðbergi í Hannesarholti, Grundarstíg 10 og hefjast kl. 20.00.

Allir velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur í vetur!

16. apríl 2015:
Ađalfundur Félags íslenskra frćđa

13. apríl 2015:
Ţórunn Sigurđardóttir: Sjálfsmyndir, ímyndir og menningarfćrni. Kvćđahandrit frá 17. öld

24. mars 2015:
Steinar Matthíasson: Íslenskar alţýđusögur um 1860: Söfnun Maurers.

21. febrúar 2015:
Vésteinn Ólason: Allt orkar tvímćlis ţá gert er – ađ gefa út eddukvćđi

28. nóvember 2014:
Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir: Fjárskuldin (keltnesk helgisaga)

19. október 2014:
Bjarki Karlsson: Grettisfćrsla - erindi og frumflutningur

11. september 2014:
Kristján Árnason: Stíll og bragur

11. september 2014:
Ný stjórn Félags íslenskra frćđa

10. september 2014:
Nýtt fréttabréf Félags íslenskra frćđa er komiđ út

28. apríl 2014:
Ađalfundur og síđasta rannsóknarkvöld ađ vori

31. mars 2014:
Rannsóknarkvöld Félags íslenskra frćđa: „Ragnarök.“

3. mars 2014:
Rannsóknarkvöld Félags íslenskra frćđa: „Lögin í kvćđabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum.“

11. febrúar 2014:
Rannsóknarkvöld Félags íslenskra frćđa: „Öll ţessi ár kona góđ, öll ţessi ár.“

29. nóvember 2013:
Skáldaskraf á ađventu

4. nóvember 2013:
Rannsóknarkvöld Félags íslenskra frćđa - Menningartengd ferđaţjónusta og hugvísindi

30. september 2013:
Hrafnseyrarhátíđ í Reykjavík

30. september 2013:
Rannsóknarkvöld Félags íslenskra frćđa - Íslensk miđaldaćvintýri

11. september 2013:
Málstofa í tilefni af útgáfu Hákonar sögu í ritröđ Íslenzkra fornrita

3. september 2013:
Málţing um Sturlungu í Skagafriđi

3. september 2013:
Frá Hinu íslenska bókmenntafélagi: Málstofa og bók um Jón lćrđa

Array
(
  [vef_id] => 5
  [dev] => 0
  [filerot] => /home/fraedi/public_html/
  [uti] => 0
  [firefox] => 0
  [dalkar] => 2
  [rounded] => 0
  [flytivisar] => 0
  [mal] => 1
  [haed_borda] => 77
  [coolmenus] => 0
  [slod] => http://islensk.fraedi.is
  [menufontlitur] => 000000
  [menulitur] => 444444
  [litur_h1] => 2A5516
  [aukalitur] => 7B3A04
  [menubar] => 0
  [letur_breidd_virkur] => AF3333
  [letur_breidd_ovirkur] => 7f7f7f
  [vbreidd] => 120
  [menuhaed] => 18
  [innskraning] => 3
  [login_offset] => -16
  [spalti] => 0
  [lita_dalk] => 0
  [sleppa_ckfinder] => 1
  [heimamappa] => /islensk/
  [vefheiti] => Félag íslenskra frćđa
  [rammi] => 1
  [umsjon] => 
  [hof_id5] => 0
)